Hugbúnaðasetrið kynnir námskeiðið: Redúsering og myndvinnsla í Adobe Lightroom og Photoshop með Tigz Rice

Hugbúnaðarsetrið ehf kynnir fyrirlestur og kennslu á Grand Hótel Reykjavík.

Laugardaginn 22. apríl, kl 09:00 til16:30

Verð kr 12,870. Léttur hádegismatur innifalinn.

https://www.hugbunadarsetrid.is/namskeid_mars_2017

Enn einu sinni býður Hugbúnaðarsetrið upp á einstakt námskeið með frábærum erlendum kennara. Í þetta sinn fáum við Tigz Rice, sem hefur um árabil unnið við retúss (retouching) í Adobe Lightroom og Adobe Photoshop fyrir marga virta viðskiptavini. Einnig heldur Tigz reglulega fjölmörg námskeið í retúss í heimalandi sínu, Englandi.

Við hjá Hugbúnaðarsetrinu höfum ágæta reynslu af kennslu og námskeiðum í ljósmyndum. Við þekkjum vel að það er ekki nóg að vera klár á sínu sviði, heldur þarf kennari hafa góða hæfileika til að geta komið þekkingu sinni á framfæri. Það er vegna þessa sem Tigz Rice varð fyrir valinu, til að halda þetta námskeið fyrir okkur.

Tigz mun fara yfir hinar ýmsu aðferðir varðandi retúss. Hún mun fara yfir tækni í Lightroom, en megin áhersla verður á

retúss í Photoshop og samspili þar á milli. Retúss er ekki hægt að afmarka bara við að hreinsun mynda eða laga einstaka hluta myndar. Retúss getur líka náð alla leið í að gefa mynd ákveðið útlit og það á við bæði í Adobe Lightroom og Adobe Photoshop.

Adobe Photoshop forritið er stórt og margslungið og það má fara hinar ýmsu leiðir við „retúss“ mynda. Nokkrar þekktar aðferðir eru „TouchUp Layer Technique“, “Frequency Separation Technique“, eða „The byRo Method“.

Við munum ekki koma að tómum kofanum hjá Tigz varðandi þessar mismunandi aðferðir, kosti þeirra og galla og öðrum aðferðum sem hægt er að nota í flýti þegar þess gerist þörf, eða aðferðir sem taka lengri tíma og eru til þess að ná bestu gæðum.

Við munum reyna að hafa nægan fyrirspurnartíma á meðan námskeiðinu stendur og mæta fyrirspurnum þátttakenda eins og við getum.

Taktu frá Laugardaginn 22. apríl, kl 09:00 til16:30 til að læra meira. Skráning er á vef hugbúnaðarsetursins:   https://www.hugbunadarsetrid.is/namskeid_mars_2017

 

ljosmyndHugbúnaðasetrið kynnir námskeiðið: Redúsering og myndvinnsla í Adobe Lightroom og Photoshop með Tigz Rice