Hvað er góð ljósmynd ?

Í tilefni ljósmyndasýningar félagsins þá þykir okkur við hæfi að birta grein sem Þorsteinn Jósepsson birti í Helgafelli 2. árgangi 1943, (7-8 hefti),  margt sem þar er sagt á vel við í dag og ætti að gefa öllum góða leiðsögn um hvað góð ljósmynd er!.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967) var frá Signýjarstöðum í Borgarfirði, hann var kunnur ljósmyndari, blaðamaður og rithöfundur. Um 1940 hóf hann störf hjá dagblaðinu Vísi og var þar í rúman aldarfjórðung. Þorsteinn ferðaðist vítt og breitt um landið og tók myndir. Hann safnaði og gaf út bækur og ritaði fjölda greina í innlend og erlend tímarit, ekki síst í árbækur Ferðafélags Íslands þar sem hann sat í stjórn frá 1942 til dauðadags. Þorsteinn var mjög frambærilegur ljósmyndari og myndir hans birtust í bókum á borð við Ísland í myndum og Landið þitt. Ljósmyndir Þorsteins hafa mikið heimildargildi vegna þess hversu yfirgripsmikil og margþætt skráning hans á landi og lífsháttum var.  Safn Þorsteins er eitt það heildstæðasta og merkasta frá miðri síðustu öld. Safnið er nú í eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Grein hans um góða ljósmynd er hér fengin að láni úr Helgafelli 2. árgangi, 1943, 7-8 hefti.

„Góð ljósmynd

Ljósmyndagerð hefur fleygt fram síðustu áratugina, ekki aðeins hér á landi, heldur um víða veröld. Það er fyrst og fremst tæknin, sem hér hefur valdið straumhvörfum, ekki sízt stórum aukið næmi og gæði filmanna.

Möguleikar til þess að taka góðar Ijósmyndir eru því margfalt meiri nú en fyrir 15—20 árum, svo að ekki sé horft lengra um öxl.

En hvað sem þessu líður, eru þeir næsta fáir, sem góðar ljósmyndir taka, í samanburði við allan þann mikla fjölda, sem við Ijósmyndatökur fást. Þessi staðreynd bendir til þess, að ekki sé nægilegt að eiga ljósmyndavél og smella af, til þess að taka góða ljósmynd, enda er sú raunin á. Það þarf mann á bak við vélina, og undir þeim manni er það fyrst og fremst komið, hvað úr myndinni verður, miklu fremur en gæðum vélarinnar, þótt hinu gagnstæða sé einatt haldið fram.

Annars hygg ég, að ekki sé til neinn algildur mælikvarði á það, sem kölluð er ,,góð“ Ijósmynd, þótt hún lúti að vísu ákveðnum lögmálum í flestum tilfellum. Því fer himinfjarri, að gallalausar myndir hljóti ávallt að vera ..góðar“. Ég vil miklu fremur fullyrða, að þær séu það sjaldnar en hitt. Meginþorri þeirra manna, sem við ljósmyndatökur fást, gera ekki aðrar kröfur til Ijósmyndar en hún sé skýr og greinileg. Mér er nær að halda, að 999 af hverjum 1000 Ijósmyndum, sem teknar eru hér á landi, séu lélegar, og hin þúsundasta sjaldnast góð, þótt hún kunni að vera þolanleg.

Sjálfur teldi ég mér vel takast, ef mér auðnaðist að ná einni mynd á ári svo góðri, að ég gæti verið ánægður með hana.

En hvernig er þá ,,góð“ Ijósmynd ?

Góð ljósmynd verður fyrst og fremst að vera gallalaus, en tæknigallar eru miklu fleiri en óskýrleikinn einn. Hún verður að sýna listræna hugkvæmni, eigi aðeins í byggingu myndar, samræmi milli lína og flata, ljóss ogskugga, heldur og efnisvali. Hún verður að sýna gáfu eða persónuleik ljósmyndarans, engu síður en skáldrit, tónsmíði eða málverk. G63 Ijósmynd verður að hafa ,,sál“; hún verður að geta hrifið eða a. m. k. orkað á áhorfandann, alveg eins og hvert annað listaverk. Í myndinni verður að vera efniviður, líf og samræmi. Myndin verður því betri sem hún er fábrotnari og einfaldari. Góð mynd á helzt að vera þannig, að hún verði aðeins tekin einu sinni og aldrei framar. Þannig eru í stuttu máli óhjákvæmilegustu skilyrði fyrir ,,góðri“ ljósmynd. En séu myndir gagnrýndar með þau í huga, verða ekki svo ýkja margar eftir í hópi hinna verulega góðu, einstæðu mynda. Þetta sýnir jafnframt, að ,,skýru“ myndirnar eru naumast áfangi og því síður aðalmarkmið ljósmyndagerðar.

Meginþorri fólks, sem fæst við ljósmyndagerð   í   hjáverkum,   lætur   sér nægja að taka myndir í endurminningarskyni. Það raðar förunautum sínu upp við skógarhríslu, stóran stein eða skjöldóttan kassabíl, hleypir af og tryggir sér þar með ljúfa endurminningu úr ferðinni. Svo eru fleiri aðferðir til, t. d. sú, að ljósmyndarinn tildrar ástvini sínum upp á háa þúfu eða hól, gætir þess e. t. v. að símastaur, sem sýnist vaxa beint upp úr hvirflinum á honum, beri á bak við, skipar honum að brosa, miðar og hleypir af. Síðar er myndin hengd fyrir ofan rúm eða látin á náttborð, þar sem hægt er að brosa til hennar í svefnórunum kvölds og morgna. Ég játa það hreinskilnislega, að ég öfundast yfir þessari nægjusemi í ljós myndagerð. Þeir, sem leita ekki annarra viðfangsefna, fá alla þá ljósmyndakunnáttu, sem þeir þurfa á að

halda, hjá kaupmanninum, er selur þeim myndavélina. Hinum, sem lengra leita og viðleitni sýna til að ná meiri árangri í ljósmyndagerð, mætti benda á ýmislegt, sem þeim gæti ef til vill orðið að liði. Mestöll markverð starfsemi íslenzkra áhugaljósmyndara hefur miðazt við landslagsmyndatöku. Þetta er ekki óeðlilegt. Landið býr yfir fjölmörgum sérkennum og töfrum frá sjónarmiði ljósmyndarans. Auk þessa er loftið tærara en í flestum öðrum löndum og því einkar hentugt til ljósmyndatöku. Einkenni góðra mynda og þ. á m. landslagsljósmynda er það, að þar sé um að ræða eitt meginviðfangsefni, sem jafnframt verður aðalatriði myndarinnar. Hins vegar er nokkurn veginn sama, htiáð tekið er til meðferðar, — fjall, foss, bóndabær, sveitakirkja, skógarhrísla eSa eitthvaS annaS, sé þaS aðeins svo verulegt á myndinni, að það dragi athygli myndskoðandans að sér. í landslagsmynd þurfa helzt að vera bæði bakgrunnur og forgrunnur. Oftast verður bakgrunnurinn aðalatriði myndarinnar, þótt til séu margar undantekningar, og er forgrunnurinn þá látinn lífga eða fylla myndflötinn og undirstrika tilgang myndaririnar. Forgrunnur getur verið mjög margvfittaður, og sé hann notaður á mismunandi hátt, getur einn og sami bakgrunnur orðið ljósmyndaranum v.pærnu viðfangsefni. Sem forgrunnn -. nota kletta, vörður, rofbakka, tjarnir, hvannir, sef, tré, hesta, kindur, menn o. s. frv. Benda má á það, að skepnur sóma sér oft sérstaklega vel á landslagsmyndum, þær eru óþvingaðar og eðlilegar, enda getur enginn ljósmyndari sagt þeim að brosa né setjast upp á klett með spekingsvip og sparifasi.

Stundum fer fullt svo vel á því, að forgrunnurinn sé klofinn, þ. e. að ekki komi nema nokkur hluti hans fram a myndinni. Í þessu verður þó að gæta fullrar varúðar, og hér kemur fyrst og fremst smekkvísi til greina. T. d. fer ekki sérstaklega vel á því að skera kú sundur í miðju og sýna bakhluta hennar tvífættan á myndinni. Yfirleitt gildir sú regla, að dýr eða menn má aldrei skera í sundur, hvorki langs né þvers. Hins vegar getur einstaka forgrunnur, sé hann tekinn allur, orðið of áberandi á myndinni og dregið athyglina frá því, sem annars er ætlað að vera aðalatriði hennar. Þannig er stundum betra að nota aðeins klettabrún, fremur en klettinn allan. Sama máli gegnir um skógarhríslur. Heihrrunnar eða rjóður fara oftast illa á myndum, en aftur á móti getur ein hrísla, jafnvel kræklóttur kvistur, vaxinn upp úr stórgrýti eða utan í moldarbarði, verið áhrifamikill og kveðið að tilgangi myndarinnar.   Þó skal   tekið fram,   að  einstakar   trjágreinar,   sem koma inn á myndir, án þess að stofn sjáist, orka tilgerðarlega og illa. Sumir eru haldnir þeirri   ástríðu að byggja myndir sínar upp með trjám, hvar sem þeir geta því við komið,   fylla auða fleti   með   einstökum trjágreinum   og laufþökum,   eða ramma bakgrunninn inn í skógi. Á þessu getur farið vel stöku sinnum,   en til lengdar verður það væmið, enda næsta óeðlilegt, þar sem trjágróður er ekki að neinu leyti íslenzkt sérkenni.

Í forgrunni er einnig algengt að notast   við   menn, t. d. förunauta sína, enda eru menn heppilegir til þess. Þá má staðsetja hvar sem er á myndinni, svo að auðvelt er að fylla með þeim eyðilega fleti, og eins að nota þá sem mótvægi við aðalefni myndarinnar. En þannig er ekki hægt að reka kletta né tré og ekki ævinlega skepnur heldur. Margt fleira vinnst með því að hafa menn að forgrunni. Þeir gefa m. a. stærðarhlutföll til kynna, en þau vill Ijósmyndarinn oft og einatt sýna, ef hann tekur mynd af stóru tré, fossi, jökulsprungu,   kletti eða öðru slíku.

Þeir auka á dýpt myndarinnar, einkum ef þeir eru fleiri en einn og staðsettir með nokkuru millibili á myndflötinn.   Ennfremur leiða þeir athygli myndskoðarans   að   aðalatriðinu,   ef þeir fara vel í myndinni og eru rétt staðsettir.  Þeir   mega   ekki   góna   á myndasmiðinn,   kembdir,   stroknir og sætbrosandi.   Þeir mega ekki heldur snúa baki að vðiðfangsefni ljósmyndarans. Þeir eiga að horfa á það, vera áleið til þess, eða gefa myndskoðandanum á annan hátt átyllu til að halda, að hugur þeirra allur beinist að því atðriði,   sem  Ijósmyndarinn   vill   túlka. Þannig skýrist tilgangur myndarinnar, og heildarlegri myndsvipur næst. Aftur á móti eru menn og skepnur mesti ófögnuður á myndum, ef þau „fara illa“, ef þau eru óeðlileg eða trufla á annan hátt heildaráhrif myndarinnar.

Þá getur verið betra að hafa alls engan forgrunn.   Sé   maður   hins   vegar kominn á myndina til óþurftar á annað borð, er eina ráðið að klippa hann úr filmunni eða stækka aðeins hluta af myndinni, þannig, að manninum sé sleppt. Við skulum taka dæmi. Ljósmyndarinn er að taka mynd af fossi. Öðrumegin við fossinn er svört bergbrún, sem gott væri að lífga með einhverju, t. d. manni, og auk þess gæfi maðurinn stærSarhlutföllin til kynna.

Þetta er snjallræði, ef maðurinn stendur rétt og dregur athygli myndskoðarans að fossinum,   en snúi maðurinn annaShvort   að   ljósmyndaranum eða frá fossinum á annan hátt, spillir hann myndverkuninni, og fossinn væri betri mannlaus.   Yfirleitt má telja algilda reglu, að allar línur, hvort heldur um lifandi verur eða dauða hluti, landslag eða ský er að ræða, svo og allar hreyfingar manna og dýra, verða að stefna inn á myndina, en ekki út úr henni.

Mannsaugað   fylgir   ósjálfrátt   stefnu línanna og hreyfingarinnar, og því er það meginskilyrði   til     heilsteyptrar myndverkunar,   að hvorttveggja beinist að aðalatriði myndarinnar eða sé a. m. k. í fullu samræmi við það. Eitt meginhlutverk forgrunns, hvort sem um mann er að ræða eða eitthvað annað, er að byggja mynd, lífga auða eða stóra líflausa fleti, skera óheppilegar línur í mynd og fullkomna allt jafnvægi og samræmi hennar.

Línu- og flatabygging ljósmynda er mikilvægt atriði. Sumir fletir náttúrunnar eru auðir og ólífrænir með öllu, þegar þeir koma fram á myndinni.

Hugsum   okkur   fannbreiður,   sanda, skriður, vötn o. fl. Listmálari getur blásið lífi í þessa fleti með litum, en ljósmyndarinn ekki. Þess vegna verður hann að neyta annarra bragða til að lífga fletina. Snjóflöt er gott að lífga með skíðamanni eða jafnvel aðeins skíðunum einum, jafnvel skíðastöfunum, ef ekki er annað fyrir hendi. —

Vatnsflöt má lífga með báti, manni með veiðistöng eða jafnvel með sólargeislum, sé myndin tekin á móti sól. Skriður, sanda, grasfleti o. s. frv. má fjörga á ýmsan hátt, með mönnum, dýrum og dauðum hlutum.

Allar línur, sem skera myndir, hvort heldur þvers eða á ská eru til mikillar óprýði og spilla næstum ávallt myndverkun. Manni finnst myndin vera klofin og alveg eins geta verið tvær myndir og ein. Hér á landi er mikil hætta á þessu, vegna mergðar af beinum línum í landslaginu. Þarf ekki annað en minna á flötu fjallabrúnirnar á Vestfjörðum og Austfjörðum og reyndar um allt land. Auk þess eru beinar línur í ám, vötnum, vegum o.s. frv. óhæfar á ljósmynd. Hættulegustu skálínur eru fjallshlíðar og skriður, en þverlínur klettar, staurar, húsveggir o. s. frv. Þessar línur verður að brjóta með einhverju móti. Að vísu verður lóðrétt lína tæplega brotin, og þá er ekki annað til ráða en að forðast hana. En skálínur og láréttar línur er tiltölulega auðvelt að brjóta. Það er gert með forgrunninum, og til þess má nota forgrunn af öllu tagi. Nú ber þess hins vegar að gæta, að séu línurnar, sem brjóta þarf, ofarlega í myndfletinum, verður forgrunnurinn oftast að vera nokkuð áberandi til að línan brotni. Getur þá farið svo, að forgrunnurinn dragi um of athyglina frá bakgrunninum eða aðalatriði myndarinnar, svo að forgrunnurinn verði jafnvel aðalatriði. Stundum getur líka farið vel á því, að forgrunnurinn gegni því hlutverki, en bakgrunnurinn verði eins konar undirstrikun eða umgjörð. Hugsum okkur t. d. hvíld fjallgöngumanns uppi á tindi. Látum hann aðhafast eitthvað, t. d. skoða landabréf, horfa í sjónauka e. þ. h., til þess að gefa myndinni meira líf og tilgang. Þá verður fjallgöngumaðurinn að aðalatriði myndarinnar, en tindarnir, fjallahringurinn eða umhverfið, sem á bak við hann sést, aukaatriði, sem skýrir þó tilganginn og styrkir myndverkunina. Annað áþekkt dæmi er íslenzkur bóndabær í umhverfi sínu, atvinnulífsmyndir o.m. fl. Hvort sem forgrunnur er aðalatriði eða aukaatriði á mynd, verður hann að orka þannig á myndskoðarann, að hann sé þar án ásetnings, en þó af fullri nauðsyn, þannig, að hverfi hann burt, verði eyða eftir á myndfletinum og myndin sjálf gölluð. Mjög hæpið er að staðsetja forgrunn á miðja mynd, ekki sízt ef hann er aukaatriði myndarinnar. Með því móti dregst auga myndskoðarans allt of mikið að honum. Vel fer hins vegar á því að láta forgrunn og bakgrunn vega hvorn gegn öðrum, sitt til hvorrar handar á myndinni. Með því notast myndfletirnir vel, og samræmi eykst milli aukaatriðis og aðalatriðis. — En fari svo, að ekkert af þessu takist, og forgrunnurinn fari illa, þá skal ljósmyndaranum gefið þaðheilræði, að hafa heldur engan forgrunn. Forgrunnur, sem truflar, er verri en enginn.

Til þess að ljósmynd verði góð, þarf hún helzt að vera einföld, en umfram allt sönn. Því færri atriði og því færri línur sem sjást á myndinni, því betri er hún —, þó að því áskildu, að samræmi sé milli myndflata og lína og myndin túlki eitthvað eða sé sönn.

Hvað er ,,sönn“ ljósmynd ? Því er auðvelt að svara með dæmum. Setjum svo, að tveir menn séu að taka mynd af einu og sama ,,mótívi“, t. d. eldfjalli. Annar velur sér fallegar, stórar og beinvaxnar birkihríslur að forgrunni, sem jafnframt á að lífga og byggja upp myndina. Við skulum gera ráð fyrir óaðfinnanlegri byggingu, að allir fletir myndarinnar séu hagnýttir, eftir því sem bezt verður á kosið, samræmi sé hvarvetna á milli þeirra, birtuskil séu ágæt og myndin í heild skrautleg, eða með öðrum orðum, vel heppnuð í alla staði og falleg.

Hinn ljósmyndarinn velur sér hraun að forgrunni. Bygging, samræmi milli myndflata og birta er allt jafngott og í hinni myndinni. Hvor þeirra er þá betri ? Ég er sannfærður um, að níutíu, ef ekki níutíu og níu af hundraði, mundu gefa myndinni með skógarhríslunni atkvæði sitt, af þeirri einföldu ástæðu, að hún kemur oftast glæsilegar fyrir. En hvor myndin er sannari og betri ? Sú með hraunfó að forgrunni. Hún er sannari, vegna þess að hraunstorkan í forgrunninum leiðir athyglina til upphafs síns — til eldfjallsins, en tréð er ekki bein afleiðing eldfjallsins, og hlýtur því að draga athygli um of frá því og spilla myndverkun.

Annað dæmi: Við tökum myndofan af fjallstindi af fallegum fjöllum eða jöklum, en til að auka líf myndarinnar staðsetjum við mann í forgruninum. Væri þá viðeigandi, að þessi maður væri prúðbúinn pótintáti eða stássmey á hælaháum skóm ? Ekki aðeins óviðeigandi, heldur svo ósmekklegt og í slíku ósamræmi við tilgang myndarinnar, að hún væri betur ótekin. Allt öðru máli væri að gegna. ef um fjallgöngumann í ferðabúningi væri að ræða, með vað um öxl eða íshaka í hendi. Hann mundi skýra tilgang og auka áhrif myndarinnar og gera hana sanna í heild. Eitt dæmi enn er ljósmynd af gamalli súðarbaðstofu. Ef inni í þessari baðstofu sætu karlmenn í pokabuxum og gúmmístígvélum og stuttklippt kvenfólk að dyfta sig og spegla, en mitt á milli fólksins glitti í útvarpstæki og rafmagnsljósakrónur, — hversu sönn væri þessi mynd ?

Hver hefði yndi af henni til annars en draga að henni dár ? Yrði myndin ekki sannari, ef gömul kona sæti á rúmi sínu og þeytti rokkinn ? Og til að auka áhrif myndarinnar mætti hún hafa hyrnu bundna um axlir, að gömlum íslenzkum sið, sauðskinnsskó á fótum og fléttur á baki. Auk þess færi vel á því, að djúpar hrukkur mörkuðu andlitsdrættina, til þess að tjá miskunnarleysi mannlegrar lífsbaráttu.

Það er óendanlega margt, sem ljósmyndarinn verður að athuga, áður en hann tekur mynd. Eitt einstakt smáatriði getur gerónýtt myndina, sé það í ósamræmi við tilgang hennar. Hann verður ávallt að hafa það í huga, hvernig hann geti gert myndina sem sannasta, einfaldasta og áhrifamesta.

Oft getur Ijósmyndari aukið myndverkun með hugkvæmni og snillibrögðum. Vilji hann t. d. ná hæðarverkun í mynd af fjallstindi, verður hann að láta tindinn ná upp að efri myndbrún. Gæta verður þess þó, að halla myndavélinni ekki aftur. Við það myndast svokölluð „forteikning“, fjallið dregst aftur og hæðarverkunin missir marks. Óvenjulega stærð má fá á hlut, t. d. tré, stein eða hvað annað, með því að staðsetja mann eða dýr hæfilega langt hliðhallt á bak við hlutinn. Með því fæst stærðarverkun.

Eitt af höfuðviðfangsefnum ljósmyndarans og þrálátt áhyggjuefni er það, hvernig hann eigi að ,,lýsa“ myndina, í hvers konar birtu „mótívið“ verði áhrifamest og fari bezt á henni. Til ákvörðunar ljósmagni er auðveldast að nota ljósmæla, en fara annars eftir lýsingarreglum, sem oft fylgja myndavélum í kaupbæti, eða þá að fika sig smám saman áfram af eigin reynslu. Yfirleitt tel ég sjálfsreynsluna farsælustu og beztu kennsluna í ljósmyndagerð, þótt hún sé stundum nokkuð dýrkeypt, einkum í fyrstu.

En hvað lýsingu myndar snertir, þá er ekki nóg að vita um rétt ljósmagn, hvaða ljósop og hvaða hraði er hæfilegur til að myndin verði hvorki ofné vanlýst. Hitt skiptir ekki minna máli að gera sér grein fyrir því, hvers konar ljós hentar ,,mótívinu“ bezt, gagnljós, hliðarljós eða „flatt“ Ijós.

Næstum áhvild_þorsteinnjosepsvallt er þó rétt að snúa við reglunni, sem flestum byrjendum í ljósmyndatöku er gefin, en hún er sú, að snúa baki við sólu og taka myndina beint undan birtunni. Slíkar myndir verða að jafnaði líflitlar. Þess verður að gæta, að það er fyrst og fremst einkenni Ijósmyndarinnar, að hún er samansett af Ijósi og skuggum. Vanti hana annaðhvort, er hæpið, að hún verði góð. Mynd, sem tekin er beint undan birtu, fer á mis við skugga. Sama máli gegnir um myndir, sem teknar eru í sólarlausu veðri. Hins verður líka að gæta, að skuggaverkanir fari ekki út í öfgar. Svartir ógagnsæir skuggar fara t. d. sjaldnast vel á mynd.

Sú birta, sem flestum má ráðleggja, er hliðarbirta, mismunandi sterk, eftir viðfangsefninu (mótívinu) og gangi sólarinnar. Hár sólargangur leyfir oftast   sterkari   hliðarbirtu,  þannig,   að skuggarnir verði mjúkir og gagnsæir.

Oft getur gagnljós farið vel og er stundum blátt áfram nauðsynlegt. Glit á snjó, ís eða vatni næst t. d. ekki nema í gagnbirtu. Oft fæst sérkennileg og sterk verkun í gagnbirtu, án þess að mönnum skuli þó ráðlagt að nota hana í tíma og ótíma. Gæta verður þess, þegar ljósmynd er tekin á móti sól, að sólin skíni ekki á „linsuna“, því að speglanir (reflexar) eru ekki til prýði á filmunni. Tiltölulega auðvelt ráð við þessu er að nota annaðhvort sólhlíf, sem sett er framan á ljósopið, eða skyggja fyrir það með hendinni. Sé sól lágt á lofti, er þetta ekki einhlítt, og er þá ekki nema um tvennt að ræða, að eiga sólspeglanir á hættu eða hætta við myndatökuna. Sé skyggt fyrir sól með hendi, verður að varast, að fingurnir lendi á myndinni. Þeir eru til lítillar prýði, hversu falleg sem höndin kann annars að vera.

Gagnbirtumyndirnar þarf yfirleitt að lýsa meira en aðrar myndir, vegna þess að þá eru aðeins skuggahliðarnar, myndaðar. — Undantekningar frá þessu eru þó bæði snjó- og vatnsmyndir, vegna þess að bæði snjór og vatn endurvarpa birtunni, og þó einkum snjórinn. Þarf að lýsa hann miklu minna en dökka fleti og eftir því minna sem hærra dregur yfir sjávarmál

Í erlendum ljósmyndakennslubókum er kvöld- og morgunbirtan talin heppilegust til ljósmyndatöku. Reynsla mín af ljósmyndatökum hér á Islandi hefur kennt mér hið gagnstæða. Hér virðist mér hádegisbirtan þægilegust, eða m.ö. o. á tímabilinu frá kl. 9 árd. til kl. 4—5 síðdegis. Fyrir og eftir þann tíma verða skuggar hættulega þungir. — Í þessu sambandi má taka fram, að skammdegisbirtan   hér   á   íslandi   er næstum óhæf til Ijósmyndatöku, og er þá ekkert heppilegra við Ijósmyndavélina gert en læsa hana niður, unz gangur sólar hækkar aftur og skilyrði til myndatöku batna.

Hér að framan hef ég eingöngu vikið að landslagsmyndum í örfáum höfuðatriðum. En það eru til óendanlega miklu fleiri viðfangsefni fyrir ljósmyndara en landslagsmyndir, og þarf ekkiannað en nefna mannamyndir, dýramyndir, jurtamyndir, húsamyndir, götumyndir, atburðamyndir, íþróttamyndir, samstillingamyndir (stilleben), þjóðlífsmyndir, atvinnumyndir,vísindamyndir o. s. frv. Hér er þvímiður ekki rúm til að fara út í þá sálma nánar, enda mætti skrifa langt mál um hverja myndgrein fyrir sig. Allt geta þetta verið bráðskemmtileg viðfangsefni, ef vel er á haldið, enda mættu ljósmyndarar vorir taka sér fram um fjölbreytni í efnisvali. Sérstaklega vil ég benda þeim á, að hér er að mestu leyti óleyst stórmerkilegt viðfangsefni, þar sem þjóðlífsmyndirnar eru. Íslendingar standa á krossgötum hins gamla og nýja tíma, en þokast óðfluga úr forneskju til framfara. — Því er ekki seinna vænna að festa hið hverfandi líf, siðu og háttu á ljósmyndaplötuna, áður en það hverfur að fullu í gleymskunnar djúp.

 

glediellinnar

En víkjum nú andartak að hinni algildu, ,,góðu“ Ijósmynd, af hverju sem hún er. ,,Góð“ er myndin því aðeins, að hún tali til manns, hvort sem hún gerir það með yndisleik sínum, einfaldleik eða stórfelldni. Stundum hafa myndir líka ákveðinn tilgang, þær geta verið táknrænar eða sagt sögu um eitthvað, sem gerzt hefur eða er að gerast. Dæmi um vel gerðar myndir eru birt hér í heilsíðustærð. Til leiðbeiningar þeim, sem lítið hafa skoðað ljósmyndir og gera sér ekki fyllilega grein fyrir myndverkun, vil ég reyna að skýra þessar myndir í örfáum dráttum, ef það mætti á einhvern hátt hjálpa sjón og skilningi myndskoðenda.

morkumlifsdauda_þorstreinnjoseps

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin ,,Á mörkum lífs og dauða“ segir sögu, ömurlega sögu um eyðileggingu uppblástursins. Hún sýnir tré, sem enn er í fullum blóma, en rætur þess naktar og dauðastríðið hafið. Til enn skýrari fullvissu um enda-Iokin er lík trésins, kalkvisturinn, sýndur við rofbakkann, og öll athyglin beinist að honum, sem lokatakmarki þess, sem í vændum er. Auk þess sem myndin segir í örfáum, einföldum dráttum álíka mikið og heil ræða gæti gert, er hún jafnframt ímynd vel gerðrar Ijósmyndar, bæði um ljós og byggingu. Maðurinn og tréð mynda mót vægi hvort gegn öðru, staða mannsins og látbragð er auk þess gott dæmi þess, hvernig hægt er að leiða athygli myndskoðandans að aðalatriði myndar með hreyfingu eða ákveðinni stöðu manns á myndfleti. Skýið á bak við manninn gerir hvorttveggja í senn, að mótast í samræmi við stöðu hans á myndinni og fylla upp auðan himinflötinn, sem annars hefði orðið of stór og tómlegur. Tægjuþústin gefur forgrunninum líf, og myndverkunin verður sterkari fyrir það, hve myndin er einföld og hversu tiltölulega lítið er um aukaatriði í myndinni.

 

þorstjoseprvikhofn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin ,,Á Reykjavíkurhöfn“ sýnir mynd, sem er alveg andstæð hinni. Gildi hennar er ekki fyrst og fremst fólgið í byggingu hennar né heldur í því, að hún segi sögu né hafi ákveðinn tilgang. Hún er ekkert annað en falleg ljósmynd, en líka eins og þær geta verið glæsilegastar, yndislegast ar og ákjósanlegastar til að gera sér fagra augnablikssýn ógleymanlega. Auk þess er myndin gallalaus í byggingu og fletir hennar notaðir svo sem bezt verður á kosið.

þorsteinnjoseps

„Brim“ sýnir ekki sérstaklega mikilfenglegt brim, en hún sýnir fallega ljósverkun. Væri slík mynd tekin undan birtu í stað sterkrar hliðarbirtu, eða því sem næst gagnbirtu, yrði ljósverkun hennar algerlega líflaus og myndin því einskisvirði. Veitið því enn fremur athygli, að ef öldufaldurinn næði ekki að brjóta svörtu hafsröndina á bak við, skiptist myndin í tvennt, og þá væri ekki lengur um mynd að ræða, heldur myndskrípi. Svo mjó geta mörkin á milli slæmrar og góðrar ljósmyndar verið !

 

,Við gufuhverinn“ egufuhverinn_þorsteinnkjosepsr dæmi þess, hvernig gera má góða mynd úr tiltölulega fábreyttu efni, ef reynt er að hagnýta þau skilyrði, sem fyrir eru. Takið eftir, hvernig mennirnir mynda mótvægi við hvítan gufumökkinn, hvernig þeir gefa bakgrunninum líf og hvernig stellingarnar ásamt líkamsbirtu þeirra gæða myndina næstum dularfullum, en sterkum og listrænum áhrifum.

Ljósmyndavélin er að vísu ekki annað en vél, og háð takmörkunum hins vélræna, en þrátt fyrir allt má telja ljósmyndatökur og ljósmyndagerð, þegar bezt tekst, til sjálfstæðrar listgreinar. Það er mörgum sinnum meira undir ljósmyndaranum komið, hvernig mynd heppnast en ljósmyndavélinni, því að á bak við ljósmyndatökuna liggur raunverulega lífrænt starf, sem naumast verður unnið vel án listhneigðar. —

Ljósmyndarinn verður að hafa ýmsa hina sömu hæfileika og listamaðurinn. Hann verður að hafa sömu sjón og sama næmi, og hann verður að gefa myndunum þau blæbrigði og þann sérkennileik, að þær skeri sig úr og dragi athyglina að sér. Ljósmyndarinn verður að leggja sál sína í myndina og byggingu hennar og taka á allri þeirri hugkvæmni, sem hann á til, svo að myndin geti orðið sem bezt. Hann verður að kunna góð skil á því, hvað er myndarefni (mótív) og hvað ekki, hann verður að draga fram hið einfaldasta, stórbrotnasta og heppilegasta til að gefa myndinni líf og tilgang og fylla fleti hennar. Kunni myndasmið- urinn ekki tök á öllu þessu, er naumast mikils árangurs að vænta, hversu mikil sem kunnátta hans er að öðru leyti, og hversu góða ljósmyndavél sem hann hefur.

Myndataka er skáldskapur Ijósmyndasmiðsins í Ijósbrigðum og línum. Þegar bezt tekst, getur bæði heill- andi fegurð og stórbrotinn sannleikur verið í þeim skáldskap fólginn, og þá köllum við myndina ,,góða“.

Þorsteinn Jósepsson.

 

 

 

 

ljosmyndHvað er góð ljósmynd ?