Andlit norðursins með RAX

27. október 2016 í Kaldalóni í Hörpunni

Á einni kvöldstund segir Ragnar Axelsson sögurnar á bak við sínar þekktustu ljósmyndir og fer yfir meira þrjátíu ára feril sinn. Sýningin tekur áhorfandann inn í undraheim norðursins þar sem ferðast er með hundasleðum á Grænlandi, á árabátum við Færeyjar og glímt er við veðurofsann á Íslandi. Hver miði gildir sem 4.900 króna afsláttur á nýrri hátíðarútgáfu Andlita norðursins í verslunum Eymundssonar.

Andlit norðursins með Ragnari Axelssyni í Kaldalóni er einstök skemmtidagskrá í leikstjórn Gunnars Hanssonar. Þar koma saman ljósmyndir, leikhús og glæsilegt verk sem áhorfendur taka með heim að sýningu lokinni.

RAX_Harpa

Hægt er að kaupa miða hér með því að smella á myndina fyrir ofan eða hér fyrir neðan  á miðasöluvefnum Tix.is

RAX Harpa

ljosmyndAndlit norðursins með RAX