Taktu þátt í ljósmyndasýningu – Opin öllum atvinnuljósmyndurum landsins.

Screenshot 2016-10-26 18.39.13

Ertu atvinnuljósmyndari ?  Taktu þátt í skemmtilegri sýningu og skapaðu augnablik til framtíðar!

Í tilefni 90 ára afmælis Ljósmyndarafélags Íslands stendur félagið fyrir ljósmyndasýningu og hvetur alla atvinnuljósmyndara innanfélags sem utan að taka þátt í að skapa augnablik til framtíðar.

Sendu inn myndir í eftirtöldum flokkum:

  • Auglýsingaljósmyndun Vörur/Matur/(Still life)
  • Portrett (Allar teg. Börn/Fjölskyldur/Annað)
  • Landslag Frásagnamyndir (Documentary)
  • Seríur 1-3 myndir frjálst val (Listrænar myndir)
  • Brúðkaup

Sendu stafræna ljósmynd á netfang félagsins:  ljosmynd@ljosmyndarafelag.is

Gott er að nota www.wetransfer.com til að senda inn myndir þar sem tölvupóstur félagsins tekur einungis við takmörkuðu gagnamagni.

Nauðsynlegt er að með fylgi höfundarupplýsingar: Nafn, heimilisfang,  símanúmer og netfang ásamt  hvaða flokki myndin tilheyri.

Myndin þarf að vera stækkanleg í 60 cm á annan kantinn að lágmarki en gert er ráð fyrir að stærð mynda á sýningunni verði um 60 cm á breiddina.

Valnefnd hefur verið skipuð og  fær ljósmyndirnar til skoðunar nafnlaust og mun velja myndir eingöngu út frá ljósmyndunum sjálfum.

Hverjir mega taka þátt:

Ljósmyndasýningin er opin öllum atvinnuljósmyndurum landsins sem áhuga hafa á að skapa augnablik til framtíðar og vilja veg ljósmyndunar á Íslandi sem mestann. Félagsmenn í LÍ jafnt sem aðilar utan félagsins.

Höfundarréttur:

Höfundarréttur er ljósmyndarans og verður hans getið í öllum tilvísunum í sína mynd. Með þátttöku og innsendingu ljósmynda á þessa sýningu veitir ljósmyndarinn  Ljósmyndarafélagi Íslands leyfi til notkunar myndar á sýninguna og á vef félagsins.

Valnefnd ljósmyndasýningar:

Félagið hefur skipað valnefnd sýningarinnar sem velur myndir á sýninguna en nefndin samanstendur af reynslumiklu fólki í ljósmyndun og listum en það eru þau

  • Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Fréttablaðinu og stjórnarmaður í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands,
  • Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari Artic Images og Certified Adobe Specialist,
  • Sigríður Kristín Birnudóttir sérfræðingur sýninga á Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
  • Bryndís Loftsdóttir markaðsstjóri Félags Bókaútgefanda
  • Sverrir Björnsson grafískur hönnuður

 

Það er von stjórnar félagsins að atvinnuljósmyndarar sýni sitt besta og taki þátt í þessu skemmtilega verkefni með félaginu, ljósmyndun á Íslandi til framdráttar.

Skilfrestur er til 18. október n.k.

 

 

ljosmyndTaktu þátt í ljósmyndasýningu – Opin öllum atvinnuljósmyndurum landsins.