Nýir atvinnuljósmyndarar útskrifast með sveinspróf í ljósmyndun.

Nýir félagsmenn í Ljósmyndarafélagi Íslands

Á myndinni frá vinstri er Lýður Geir Guðmundsson sveinsprófsnefnd, Guðmundur Skúli Viðarsson formaður sveinsprófsnefndar, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Jón Lindsay nýútskrifaðir sveinar og Svanhildur Egilsdóttir sem útskrifaðist með masters próf í líffræði ljósmyndun frá University of Nottingham og Lárus Karl Ingason formaður Ljósmyndarafélags Íslands. Á myndina vantar Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem stödd var erlendis.

Á aðalfundi Ljósmyndarafélags Íslands, þann 14. apríl fór fram afhending á sveinsbréfum til þeirra nema sem lokið höfðu sveinsprófi í almennri ljósmyndun í janúar s.l. auk inntöku nýrra félagsmanna í félagið. Sveinsprófsnemarnir höfðu lokið námi sínu í ljósmyndun við Tækniskóla Íslands en fimm nemar þreyttu prófið að þessu sinni þau, Jón Lindsay, Gabriel Rutenberg, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson fengu þau sveinsbréf sín afhent á aðalfundi félagsins, einn nemi var fjarverandi Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir sem stödd var erlendis. Að auki gekk nýr félagsmaður Svanhildur Egilsdóttir í félagið en hún lauk mastersprófi í líffræði ljósmyndun frá háskólanum, University of Nottingham. Þessi glæsilegi hópur var boðinn velkominn í Ljósmyndarfélag Íslands sem fagnar 90 ára afmæli á þessu ári.

 

 

ljosmyndNýir atvinnuljósmyndarar útskrifast með sveinspróf í ljósmyndun.