Bára Kristinsdóttir VERKSTÆÐIÐ 23.04. – 24.06. 2015

Ný sýning í KUBBNUM í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Bára Kristinsdóttir
VERKSTÆÐIÐ
23.04. – 24.06. 2015Verið velkomin í Kubbinn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en þar sýnir Bára Kristinsdóttir ljósmynda- og vídeóverk sitt VERKSTÆÐIÐ.Verkið gefur innsýn í líf tveggja eldri manna á nælonhúðunar verkstæði í útjaðri Reykjavíkur á síðustu tveimur árum. Áður voru á vinnustaðnum blómleg viðskipti þar sem unnið var handvirkt upp á gamla mátann. Nútímatækni hóf hins vegar aldrei innreið sína í fyrirtækið og sá tími er kominn að handbragð þeirra er ekki lengur eftirsótt. Einungis eigandinn og einn starfsmaður eru eftir. Fyrirtækið þarf því að lúta í lægra haldi fyrir kínverskri verksmiðjuframleiðslu sem yfirtekið hefur markaðinn.
Bára bregður upp einlægri og heillandi mynd af heimi sem er að hverfa. Myndirnar sýna okkur fagurfræðina og nostalgíuna í gömlum og slitnum hlutum ásamt gömlu handverki. Viðtöl Báru við eigandann og sagnamanninn Elías auka á dýpt verksins og glæða það mannlegri hlýju og nánd.Ítarlegri upplýsingar hér.Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15, 6. hæð
Aðgangur ókeypisSýningar opnar mánudaga til fimmtudaga 12:00 – 19:00
Föstudaga 12:00 – 18:00
Um helgar 13:00 -17:00Allir velkomnir!
Copyright ©2015 Borgarsögusafn Reykjavíkur, All rights reserved.Our mailing address is:
borgarsogusafn@reykjavik.is
ljosmyndBára Kristinsdóttir VERKSTÆÐIÐ 23.04. – 24.06. 2015