Sögurnar á bak við myndirnar

Miðvikudaginn 11. mars efna Canon og Nýherji, í samstarfi við Blaðaljósmyndarafélag Íslands, til viðburðar er nefnist Sögurnar á bak við myndirnar þar sem verðlaunahafar í Myndir ársins 2014 munu segja söguna á bak við þeirra verðlaunamynd.

Viðburðurinn fer fram í Gerðarsafni og stendur frá kl. 18:00 – 20:00.

Frétta­mynd árs­ins tók ljós­mynd­ar­inn Sig­trygg­ur Ari Jó­hanns­son á DV fyr­ir mynd af hæl­is­leit­and­an­um Ghasem Mohama­di sem svelti sig í mót­mæla­skyni vegna seina­gangs á af­greiðslu hæl­is­um­sókna.

Vil­helm Gunn­ars­son, ljós­mynd­ari hjá Frétta­blaðinu, hlaut verðlaun fyr­ir íþrótta­mynd árs­ins.

Rut Sig­urðardótt­ir, ljós­mynd­ari hjá Birtíngi, hlaut verðlaun fyr­ir portrait-mynd árs­ins.

Gígja D. Ein­ars­dótt­ir, ljós­mynd­ari hjá Eiðfaxa/​Viðskipta­blaðinu hlaut verðlaun fyr­ir tíma­rita­mynd árs­ins.

Heiða Helga­dótt­ir hjá Birtíngi átti verðlauna­mynd­ina í flokki um­hverf­is­mynda auk þess sem hún átti myndaröð árs­ins.

Ómar Óskars­son, ljós­mynd­ari á Morg­un­blaðinu, hlaut verðlaun fyr­ir mynd í flokki dags­legs lífs en hann verður því miður ekki á staðnum þar sem hann er staddur erlendis.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. 

ljosmyndSögurnar á bak við myndirnar