NÁMSKEIÐ – SIÐAVIÐMIÐ ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA

logo

Á þessu námskeiði er siða- og innanhússreglum íslenskra fjölmiðla lýst og fjallað um úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í leit að mikilvægum fordæmum. Hvaða viðmið gilda um nafn- og myndbirtingar, tillitsemi, vandvirkni, hagsmunaárekstra, óhefðbundin vinnubrögð og fleira? Hafa siðareglur BÍ þýðingu fyrir blaða- og fréttamenn og eru þær óumdeildar? Er mark tekið á úrskurðum siðanefndarinnar?Farið er yfir siðareglur BÍ og innanhússreglur helstu landsmálafjölmiðla, nokkrir mikilvægir úrskurðir siðanefndar BÍ greindir ásamt þróun málafjölda og áhrif tíðarandans. Fjallað er um endurskoðun siðareglanna og þann ágreining sem upp kom vegna þeirrar endurskoðunar.

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Gildi/tilgang siðareglna.
• Íslenskar siðareglur (með hliðsjón af erlendum siðareglum).
• Innanhúss-reglur íslenskra fjölmiðla.
• Úrskurði Siðanefndar BÍ.
• Endurskoðun siðareglna BÍ.
• Rannsóknir á siðaviðhorfum íslenskra blaða- og fréttamanna.

Ávinningur þinn:

• Innsýn í þau siðferðilegu viðmið sem fjölmiðlar starfa eftir.
• Þekking á helstu siðferðilegu álitamálum blaðamennskunnar.
• Þekking á þeim kærumálum sem skapað hafa siðferðileg fordæmi við hlið siðareglanna sjálfra.

Fyrir hverja:

Þetta námskeið er kjörið fyrir núverandi og fyrrverandi blaða- og fréttamenn, almannatengla og þær fjölmörgu manneskjur sem hafa áhuga á málefnum fjölmiðla og samfélagsumræðu almennt.

Snemmskráning til 23. janúar

KENNSLA/UMSJÓN

Friðrik Þór Guðmundsson, MA í blaða- og fréttamennsku.

HVENÆR

Mán. og mið. 2. og 4. feb. kl. 13:00 – 16:00 (2x).

HVAR

Endurmenntun,
Dunhaga 7 – Sjá kort

VERÐ

24.600 kr

 SKRÁ MIG

ljosmyndNÁMSKEIÐ – SIÐAVIÐMIÐ ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA