SVIPMYNDIR

Hætt­ir þegar hæst stend­ur

Fjölmargir voru saman komnir í kveðjuhófinu. Fríður Eggertsdóttur er önnur frá hægri.stækka

Fjöl­marg­ir voru sam­an komn­ir í kveðju­hóf­inu. Fríður Eggerts­dótt­ur er önn­ur frá hægri. Mynd/​Golli

Ljós­mynda­stof­an Svip­mynd­ir á sér langa sögu. Stof­an var stofnuð árið 1977 af Sig­ur­geiri Sig­ur­jóns­syni og Guðmundi Ing­ólfs­syni og var það lengi til húsa að Hverf­is­götu 18,gegnt Þjóðleik­hús­inu. Fríður hef­ur starfað á stof­unni frá upp­hafi, fyrst sem aðstoðar­kona Sig­ur­geirs. Ljós­mynda­stof­an dafnaði vel og um tíma störfuðu þar 3 ljós­mynd­ar­ar auk aðstoðarfólks.

Í upp­hafi árs­ins 2001 fluttu Svip­mynd­ir sig um set yfir á Hverf­is­götu 50 og á sama tíma varð Fríður eini eig­andi stof­unn­ar.

Ótrú­leg þróun í fag­inu

Að sögn Fríðar hef­ur ljós­mynda­brans­inn breyst mikið á þess­um 36 árum. „Við höf­um farið úr filmu­vinnsl­unni yfir í þetta sta­f­ræna. Það er ekki leng­ur kompu­vinna með film­um og „ekta papp­ír“ eins og maður sagði. Núna er þetta allt komið í tölvurn­ar og sta­f­ræn­ar vél­ar þannig þetta er ótrú­leg þróun.“

Aðspurð seg­ir Fríður að það sé vissu­lega minna að gera á ljós­mynda­stof­um eft­ir að sta­f­ræn ljós­mynd­un var eins aðgengi­leg og hún er í dag. „Í þessu sta­f­ræna um­hverfi þar sem þorri lands­manna er kom­inn með góðar mynda­vél­ar og allskon­ar for­rit til að vinna mynd­irn­ar í verður minna að gera. En þeir sem koma á ljós­mynda­stofu sjá mun­inn, hann er al­veg gíf­ur­leg­ur.“

Svip­mynd­ir var ein fyrsta ljós­mynda­stof­an hér á landi sem lagði áherslu á passam­ynd­ir og hef­ur ætíð státað sig af því að setja gæðin í þeim mynda­tök­um í önd­vegi. Sam­kvæmt Fríði hafði það mik­il áhrif á stof­una þegar hætt var að nota passam­ynd­ir frá ljós­mynda­stof­um í vega­bréf.

„Það var heil­mik­ill skell­ur þegar við hætt­um að taka mynd­ir fyr­ir vega­bréf­in. Samt sem áður eru passam­ynd­ir ekk­ert annað en „portait“ mynd­ir og að sjálf­sögðu vand­ar maður sig við þær eins og all­ar aðrar mynda­tök­ur.“

Kveðju­hóf í kvöld

Í kvöld var haldið kveðju­hóf á Svip­mynd­um frá klukk­an þar sem vin­ir og vel­unn­ar­ar stof­unn­ar munu hitt­ast til að kveðja Fríði og ljós­mynda­stof­una.

„Ég er bara mjög sátt við minn fer­il og eins og mál­tækið seg­ir „Hætta skal leik þá hæst stend­ur.“ Mér finnst það eiga vel við á þess­um tíma­mót­um.“

ljosmyndSVIPMYNDIR