AÐALFUNDUR 2013

Mats Wibe Lund flytur skýrslu um norrænt samstarf.

Mats Wibe Lund flytur skýrslu um norrænt samstarf.

Aðalfundur Ljósmyndarafélags Íslands fór fram í Kornhlöðunni Lækjarbrekku 28. nóvember kl: 19:00 og var fjölmenni á fundinum.

Almenn aðalfundarstörf voru á dagskrá fundarins, Lárus Karl formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar, og reikningar félagsins svo og lagabreyting á lögum félagsins varðandi inngönguskilyrði  í félagið voru samþykkt á aðalfundinum. Gunnar Leifur stjórnarmaður til margra ára lét af stjórnarstörfum og  var öflugur ljósmyndari  Silja Rut kosin einróma í stjórnina.

Silja Rut

Silja Rut

Sigurður lögfræðingur samtaka Iðnaðarins flutti skýrslu um stöðu mála varðandi löggildingu og baráttu iðngreina innan SI um tilvist sína í því lagaumhverfi sem í gildi er.

Lárus Karl formaður félagsins með nýútskrifuðum ljósmyndurum og Kristján Maack formaður prófanefndar.

Lárus Karl formaður félagsins með nýútskrifuðum ljósmyndurum og Kristján Maack formaður prófanefndar. Á myndina vantar einn sveinsprófsnema.

Nýir sveinar í ljósmyndun voru teknir inní félagið og hylltir með rós og boðnir velkomnir í LFÍ.

Mats Wibe Lund flutti stutta kynningu á Norrænu samstarfi og stöðu ýmissa mála í því samhengi.

Ragnar Th. Sigurðsson flytur ræðu um Myndstef og höfundarrétt.

Ragnar Th. Sigurðsson flytur ræðu um Myndstef og höfundarrétt.

Ragnar Th. ljósmyndari flutti erindi um höfundarréttarmál og Myndstef sem hagsmunasamtök fyrir ljósmyndara og hvatti fundarmenn til að sækja um ferða- og verkefnastyrki.

 

ljosmyndAÐALFUNDUR 2013